Frjálsleg framkoma,Háskólabíó stóri salur

Unnið verður með einfaldar útsetningar þekktra sígildra dægurlaga með það fyrir augum að þátttakendur nýti sviðsrými og leggi áherslu á góða sviðsframkomu. Þátttakendur gera æfingar og æfa aðferðir sem auka rýmisgreind og öryggi á sviði. Ætlast er til þess að lögin verði sungin blaðlaus á tónleikum og þar með eykst svigrúm flytjenda og ánægja áhorfenda!

Ingveldur Ýr

Ingveldur Ýr er þekkt nafn í tónlistarlífinu á Íslandi og hefur hún starfað sem söngkona, söngkennari og kórstjóri í ein 30 ár. Eftir nám í Vínarborg og New York starfaði hún sem óperusöngkona í Evrópu og Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur komið margoft fram á íslensku óperusviði og á tónleikum. Hana má heyra á ýmsum geisladiskum m.a. sólódiskinum Portrett. Ingveldur Ýr rekur sitt eigið söngstúdíó með raddkennslu og námskeiðum fyrir ýmsa hópa. Áhugi hennar hefur beinst æ meir að kórstjórn og er hún stofnandi Spectrum sem hefur getið sér gott orð. Einnig hefur hún raddþjálfað kóra um land allt og stjórnað minni starfsmannakórum. Ingveldur Ýr lauk kórstjórnarnámi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og er formaður Félags íslenskra kórstjóra. 

Undirleikari

Gróa

Gróa Hreinsdóttir útskrifaðist sem píanókennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með kórstjórn sem aukafag. Hún hefur starfað sem tónlistarskólakennari, píanóleikari, skólastjóri, kórstjóri og organisti víða um landið og nú síðast í Drammen í Noregi.